Þá er það dagurinn fyrir Íslandsförina miklu. Verið að pakka og ganga frá málum áður en heim er haldið. Það er ótrúlegt hvað svona smá snáða fylgir mikið dót. Þett er jú stopp á þriðju viku þannig að maður nær passlega að drepa allar plöntur áður en maður kemur út aftur. Þegar ég tala um plöntur þá er ég að tala um nytjajurtirnar mínar. Þar er fremst í flokki Chili-ið mitt sem við hjónin höfum verið að dunda okkur við að snæða í vetur, geypi sterkt og bragðgott. Koma svona 1-1,5 cm chilliar á plöntuna en þar sem chilli plantan er þannig uppbyggð að þeim mun minni sem ávöxturinn er þeim mun sterkari. Ég fullyrði að eitt svona lítið chilli er álíka sterkt og tvö stór keypt út í Nýkaupum. Svo er það mynntan okkar, þetta mun vera tælenskt afbrigði. Fersk mynta er ómissandi í jógurt-myntu sósu tilvalið með t.d. kjúklingabollum. Svo er það rósmaríntréið okkar. Mjög öflug kryddjurt þar á ferð ætti að vera til á hverju heimili. Þessar skal fremstar telja. Nú fara menn kannski að velta fyrir sér hvern fjáran ég sé að þrugla um einhverjar plöntur en þar sem mér tekst sennilega að drepa þær núna um páskana er þetta jú fyrirfram minningargrein.
No comments:
Post a Comment