Sunday, April 06, 2003

Þá er það sunnudags morgunn til taumlausrar sælu. Vöknuðum með guttanum og skelltum honum í bað, mikil skemmtun það. Sunnudagar eru alltaf frekar fyndnir dagar í Danmörku, hér skal hvíldardagurinn haldinn heilagur, i.e. búðir eru lokaðar og í fáum orðum, allt er lokað. Reyndar séns að fara í bíó. Það er reyndar ein búð sem má hafa opið á sunnudögum í bæjarfélaginu, en þá verður sú búðarkeðja að hafa undir einhverjum 10% í markaðshlutdeild í bæjarfélaginu. Í mínu ungdæmi var til ágætt orð yfir svona stjórnunarhætti, "Fasismi". Danir, eins ágætir og þeir eru í tívolí á sumrin að "Hygge sig", eru holdgervingar meðalmennsku og fasisma. Sjálfstæð hugsun og það að skara fram úr er litið stærðar hornauga hér. Það er án efa það erfiðasta við að búa í Danmörku að reyna að forheimska sig til að passa inn í þetta meðalmennsku helv...! Mér hefur engan veginn tekist það enn. Því verður það kærkomið að kíkja á klakann á fimmtudaginn næsta og safna smá siðferðisþreki fyrir lokabaráttuna hérna úti. Ekki það að sumarið verður efalaust fínt, sólin reddar því. Það má alltaf treysta gula fíflinu til að bjarga deginum svo fremur sem það láti sjá sig.


No comments: