Monday, May 17, 2004
Jæja þá er helgin liðin og vikan tekin við þar af leiðandi. Þetta var hin fínasta helgi í sveitinni, búið að vera í sauðburði og tölverðum framkvæmdum, rifin niður ágyrndarborð í hlöðunni, borin grús í gólfið á nýju skemmunni og tölverð dráttarvélavinna hjá mér. Svo náttúrulega borðaður góður matur og horft á júróvisíón. Skrítið að við skildum ekki fá fleiri stig því þetta var svo frábært lag sem við sendum, fjörugt og kraftmikið og alls ekkert leiðinlegt!!! En annars þá skilaði jóni þessu leiðinlega lagi ágætlega, við fengum í raun eins mörg stig fyrri þetta lag og við áttu skilið. Ástþór Örn mjög kátur með dvölina í sveitinni, hann vildi helst hvergi annars staðar vera ef hann mætti ráða. Svo hefur eitthvað fjárans skorkvindi ákveðið að bíta leggina á mér í tætlur, en það væri svo sem í lagi nema að kvikindið lagðist á fleiri fjölskyldu meðlimi, þ.m.t. Svönku og tengdapabba. Þessi týpísku kvikini sem lifa í heyinu á vorinn og skríða upp leggina á manni í fjárhúsunum og verða sér að góðu. Hata skordýr. Svo kasta Elva, meri sem tengdapabbi á, í nótt þannig að við passlega misstum af því, maður verður bara að kíkja á afkvæmið í næstu ferð!
No comments:
Post a Comment