Thursday, May 27, 2004

Jæja þá er maður búinn að sjá Monkey goes to heaven live. Eitthvað sem ég átti í raun ekki vona á að ég mynd ná að gera en gerði samt. Voru þessir líka fínu Pixies tónleikar í gær, kunni bara alveg ljómandi vel við þá krakkana. Frank Black vel á annað hundrað kíló en gaf hvergi eftir. Þeir voru mun þéttari tónlistarlega en ég átti vona á og var það vel. Annars þá var svo mikill snilldar dansari sem var meðal áhorfanda í sal að annað eins hefur maður ekki séð. Maðurinn sem var eitthvað yfir þrítugt stoppaði ekki alla tónleikana, var bara að dansa við derhúfuna sína og sjálfan sig, dansandi á milli manna. Angus Young var í saman burði við þennan fýr eins og hlunkur í rólu svo mikir voru tilburðir kappans, hoppaði eins og gormur og skemmti áhorfendum með aula gangi sýnum. Annars er það helst í fréttum að Ástþór Örn er búinn að ná sér í einhverja pest og er með 40°C hita, ekki gaman að því!

No comments: