Wednesday, June 22, 2005
Grasekkill
Jamm var grasekkill í síðustu viku, Svanhildur í Finnlandi og við Ástþór Örn einir heima! Gekk fínt hjá okkur feðgunum, ég hætti í vinnu klukkan 2 til að sækja hann á leikskólann og við vorum svo bara í einhverju spaugi þar á eftir. Fórum svo í Dal eftir leikskólann á fimmtudag og vorum fram á sunnudag. Mikið frábært að komast úr borginni og í sveitina, ekki skemmdi fyrir að við fórum í veiði niður í ós og slitum upp nokkrar bleikjur og Tengdapabbi náði einum laxi sem var grillaður um kveldið. Útivera er mikið mögnuð sérstaklega á sumrini og þá er veiði ekki versta form útiveru það verður að segjast. Svanhildur kom svo á mándudaginn og við rúlluðum í Dal í gær þar sem Tengdapabbi varð fimmtugur og var þar smá geym í gær. Það var mikið fjör, svona suprize veisla þar sem hann var við að opna veiðiána í gær og átti ekki von á fólki! Svo var brunað í bæinn í morgunn, þar sem ég hef alltof mikið að gera í vinnunni og varð að halda þar áfram, hefði nú alveg verið til í að vera í Dal fram að hádegi og veiða með þeim hjónum!!! Fjáras vinna á sumrin, það á bara almennt að leggja niður störf á sumrin, það er bara þannig!!
No comments:
Post a Comment