Sestur við skrifinn á nýjan leik. Samt er þetta faktísk alveg sami leikurinn og ég hvarf frá fyrir tveimur og hálfri viku og veit ég því ekki hvað ég er að þvaðra um að setjast á nýja leik. Hér er bara komið sumar takk fyrir og góðan daginn. Maður bregður sér af bæ í örskotastund og það kemur bara sumar á meðan. Svona mætti þetta alltaf vera, maður fari út og það komi sumar. Aldrei nóg af sumri. Núna er bara sól og suðandi englar úti eins langt og auðað eygir. (Auga eygir en eyra heirir! Af hverju eyrir ekki eyrað? Veit einhver það??). En eins og Santana sagði þegar að hann fékk strákana í Everlast göllunum til liðs við sig " hey now puts your lights on". Ekki það að það komi þessu máli nokkurn skapaðan hlut við, en frasinn stendur alltaf fyrir sýnu í samhengi eður ey.
No comments:
Post a Comment