Friday, January 28, 2005

Fullt af commentum



Jamm í gær fór ég hamförum á commentakerfinu. Málið mun vera það að þetta helvíti virkaði ekki blautan skít og ég náði aldrei samband, reyndi þetta nokkrum sinnum og varð að endingu svo pirraður að ég ákvað þá að leggja smá álag á serverinn þeirra með því að halda enter takkanum niðri um stund. Lítur þannig út að einhverntímann á því ferli hafi þetta farið að virka svona 60 sinnum, henti út slatt í gær en sá svo hvað þetta var mikið magn og lét gott heita. Hvað heitir gott?? Það er spurninginn! Góða helgi, Seattle signing off!

Thursday, January 27, 2005

Mojo Jojo



Já Núna eru allir fjölskyldumeðlimir orðnir heilir heilsu og er það vel. Versta er að ég sé fram á að þurfa að vinna alla helgina og er það mjög miður, mjög. En það má svo sem segja að félagi minn hann Jóla Visa verði kátur með það, skil nú ekki að maður skuli vera að velja sér svona félaga!!! Svanhildur fór í gær og kippti upp ljósi í stofuna og einum standlampa þar að auki svo núna þarf að festa það upp, ágætt þegar það verður einum rússanum færra í húsinu!! Annars þá er vor í lofti og vindur hlýr og vet....!! nei smá spé. En núna kaffi!

Wednesday, January 26, 2005

Gubbupest



Já síðasti sólahringur er ekki búinn að vera sá ljúfasti sem að um getur í sögu fjölskildunnar í Hlíðarhjallanum!! Neibb vorum komin í bælið rétt fyrir 11 í fyrrakvöld og allt í góðu. Svanhildur fór að kenna sér mein í maga og endaði það með því að hún fékk þessa fínu gubbupest. Svo þegar hún var búinn með það versta byrjaði Ástþór Örn að hósta inn í rúmi og ég fór og tékkaði á honum. Hann var þá búinn að æla smá þannig að ég tók hann yfir í okkar rúm og tók utan af sængurfötum hans. Svo sofnaði hann en vaknaði hálftímanum síðar og ældi yfir allt. Ég reyndi að grípa með lófunum en þeir fylltust fljótt!!! Svona er sem sé að vera með barn með ælupest sem kann ekki enn að æla í fötu þegar því er mál!! Þannig að nóttin fór í að skipta á rúmum og náttfötum og fínt fínt. Ég var svo heima í gær með Sjúklingana þar sem Svanhildur var alveg þræl veik. En núna eru allir komnir á rokk og ról og farnir í sínar vinnur og skóla. Megi verða langt í næstu ælupest og hún helst aldrei koma!!

Monday, January 24, 2005

Helgin að baki



Já þá er helgin búin og var hún þetta líka ljómandi fín að þessu sinni. Fórum upp úr 6 á föstudag út úr bænum og skelltum okkur á nesið. Fínt að prufa nýja bílinn í smá "langferð" svona á fyrsta eignardegi :-) Hann kom líka svona ljómadi vel út í ferðinni. Maður opnaði skottið og setti dótið inn og raðaði ekki einusinni gúffaði bara öllu inn og nóg pláss eftir, þumall. Svo munar um lengdina á honum miðað við Corolluna og var hann því mun stöðugri í hálkunni, maður fann ekki fyrir neinu þar. Þar að auki er hann að eyða miklu minna bensíni. Ef að einhver hefði sagt mér fyrir ári eða tveimur eða tíu að ég ætti eftir að eiga Toyotu og vera bara ánægður með hana þá hefði ég bent viðkomandi á að fara í heilascan og í a.m.k þrjú þarmatékk þar sem eitthvað stórkostlegt hlyti að vera að!! En svona er þetta nú. Helgin sjálf var mögnuð líka, snjór yfir öllu og við Tengdapabbi fórum með Ástþór Örn á snjóþotu og snjósleða út um allt. Fínt að renna sér á þotu niður brekkurnar og fá fara á sleðanum upp aftur, ekkert labb :-) Svo fórum ég og Ástþór eldiri í langa sleða ferð í hringum Seljafellið það var ekki mjög leiðinlegt, í logni og stillu og frosti, glampandi sól og fínt fínt. Etið þetta líka eðal lamb að kveldi með carnilone baunum (veit ekki hvernig er skrifað) og fínt fínt. Ólíver litli frændi hans Ástþórs Arnar var þarna líka í heimsókn og voru þeir fínir saman gauranir þó að sá stærri væri nú stundum með smá stæla! Sem sagt fín helgi og ekkert gaman að vera mættur í vinnuna. Svanhildur er svo að skila ritgerðinn í dag og er það vel og óska ég henni innilega til hamingju með það.