Þá er það sunnudagur til taumlausrar sælu. Skrönglaðist fram úr rúminu rétt fyrir ellefu og var það vel, úthvíldur og fínn. Dönsku veðurfræðingarnir voru búnir að spá 18°C hita og sól í dag, en sólina vantar og hiti er 7°C. Mikið skúffelsi, hefði getað verið stuttbuxna dagur og maður setið úti á kaffihúsi og sötrað kalt öl. En nei nei það er búið að klúðra því fyrir manni. Ég er að hugsa um málsókn á hendur dönsku veðurstofunni. Menn fara almennt ekki nógu mikið í mál hvor við annan í hinum vestræna heimi að USA undanskildu. Ætla að reyna að starta trendi í þeim efnunum :-)
Svo er bara að nýta daginn í að safna siðferðisþreki fyrir komandi viku.
No comments:
Post a Comment