Friday, June 27, 2003

Þá er það fös. Breytir engu hvaða dagur það er þegar maður er að vinna verk sem þarf að klára fyrir ákveðinn tíma og maður fær ekki borgað hvort sem er. 25°C hiti úti og ansi heitt þegar maður er í sólinni. Því var alveg tilvalið hjá okkur fjölskyldunni að skreppa út á ísbar og fá sér einn lille Madsen eða svo. Lille Madsen er kúluís með tveimur kúlum, ís úr vél svo ofaná og dýfa yfir öllusaman. Almagnað, Al. En svo er bara að reyna að vera duglegur, próffinn í Germaní fram á þriðjudag og ég hálf stopp þar til hann kemur þannig að maður er bara að hreinsa upp smá hluti sem maður hefur ekki nennt að hreins upp fram að þessu. Ekki gaman, ekki grín og svo allir á Keldunni að hlusta á Metallicu og Iron Maiden but me.....! Sa er osomgert, osomgert.....!


No comments: