Þá er helgin öll og þykir mér því við hæfi að rita nokkur minningarorð um hana. Þetta var góð helgi þann stutta tíma sem henni var gefinn hér á jörðu. Hún var róleg og yfirveguð og hefði átt að vara í tvo mánuði í það minnsta til að koma öllu því í verk sem hana langaði til......!
Þá nam eg frævast
og fróður vera
og vaxa og vel hafast,
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki
verks leitaði.
Svona hljóða Hávamál dagsins!
Annars var þetta fín helgi, Svanhildur að læra á fullu um helgina og ég að passa. Fínt að vera ekki í skóla lengur og geta bara verið að passa og horfa á boltann án nokkurs samvisku bits. Fín bolta helgi líka, Man U hefðu alveg geta sleppt því að skora þetta mark en það er best að stinga þá ekki af alveg strax, halda smá spennu í þessu. Og fyrir ykkur Liverpool aðdáendurna (ef það eru einhverjir til ennþá) bara einn :-)
Annars komu tengdaforeldrar mínir frá Tyrklandi á laugardag og færðu mér þessa fínu Arsenal treyju, bláa úti treyju. Átti einmitt ekki O2 treyju. Svo er það bara brúðkaupið á laugardag sem styttist óðfluga í. (Þarf að kremja þessar óðu flugur áður en þær stinga). Það verður efalaust mikið spaug og skemmtun hin mesta, það vona ég a.m.k.
No comments:
Post a Comment