Tuesday, October 28, 2003

Jæja þá er kominn þriðjudagur og styttist óðfluga í helgina eða kanski óðkönguló. Var þessi fína helgi um síðustu helgi, brúðkaupið okkar fór fram með sóma, ekkert klikkaði í raun. Maturinn var fínn og veilsan vel lukkuð, ég var bara mjög lukkulegur með þetta allt saman. Síðustu gestirnir fóru úr veislunni upp úr fimm þannig að það var smá jamm í restina, við Svanka náttúrulega löngu farinn heim þá. Dagurinn eftir var ekki alveg eins skemmtilegur, ég að farast úr vöðvabólgu og smíðamönnum og þurfti að vaska upp diska glös og hnífapör eftir 120 manns. Það var svo sem ekki fjör, en að mörguleiti ágætt að geta staðið og gert eitthvað braindead job í timburmönnunum. Svo þurfti ég að skuttla Hans Ole út á flugvöll á mánudagsmorgunn, mætti því í vinnuna klukkan 6:30 þegar ég var búinn að skuttla honum. Þetta þýddin náttúrulega það að ég fór í koju upp úr nýju í gærkvöldi það var alveg magnað, er samt enn þreyttur. Nú er svo bara aðeins að slappa af og reyna að ná áttum eftir þetta allt saman, ekkert stórt sem bíður manns alveg á næstunni. Búinn að vera annarsamt ár, gifting, barnseign, útskrift, flytja heim, byrja í vinnu, gifta sig aftur og nú með pompi og pragt (hvað er pomp???). Þakka öllum sem að mættu í brúðkaupið fyrir ánægjulega stund (sérstaklega þeim sem gáfu okkur gjafir :-) ) Lifið heil.


No comments: