Þá er hann runninn upp, föstudagurinn. Loksins. Er enn að drepast úr kvefi, spýtandi hor og viðbjóði við hvert tækifæri, mikið fjör eða þannig. Fór í lyftingar í gær í sjúkraþjálfuninni og er einn strengur í dag. Fór í alveg snildar matarboð í gær hjá Vigdísi föðursystur Svanhildar. Vorum að kíkja á nýju íbúðina þeirra Marteins og Vigdísar og fengum þetta fína kálvakjöt í leiðinni og svaka köku á eftir. Ég er persónulega mjög hlynntur fólki sem bíður mér í mat, mætti vera meira af því :-) Magnað annars, það er nær ómögulegt að fá kálfakjöt í R-vík findinn fjári það. Sá líka á teypi okkur Ágúst Torfa taka lagið í brúðkaupinu mínu um daginn gaman að því.
No comments:
Post a Comment