Wednesday, December 03, 2003

Dagur miðrar viku er vel á veg kominn, ég búinn að vera í vinnunni síðan 7:30 í morgun, enn að reyna að flýta komutíma mínum hingað á morgnanna til að eiga meiri tíma heima, nú eða meiri yfirvinnu. Síðasti yoga tíminn í kvöld, það er hálf fúlt verður að segjast, fínir tímar en maður er þá ekki bundinn tvö kvöld í viku í einskonar leikfimi huga og handar. Má til með að tjá mig aðeins um Hringjadróttins sögu þar sem Torfi var að hallmæla þessu snilldarverki. Oft hefur Torfi rétt fyrir sér og má hann njóta sannmælis þess vegna, en hér hefur hann hinsvegar alrangt fyrir sér, ALRANGT! Get vel skilið að fólk sem hefur ekki lesið bækurnar finnist myndirnar á köflum ruglingslegar þar sem mikið vantar upp á í söguna sem fram kemur í bókinni. Bækurnar eru sem sagt gargandi snilld en myndirnar eru alls ekki svo slakar heldur, flott myndataka, fínir búningar, góð saga hvað vilja menn meira? Jafnvel mikið að spennu og bardögum, þá aðallega í mynd tvö og svo þeirri þriðju. Torfi lestu bækurnar og sendu Mund þær svo þegar þú er búinn með þær. Þessar sögur hafa á löngum verið taldar höfða til hugsandi fólks með frjótt ímyndunarafl og slíkt fólk því náð að lifa sig vel inn í söguna. Sú staðreind að það séu margir þarna úti sem ekki ná kjarna sögunnar er í sjáfum sér ekki áfellisdómur um skort á ýmindunarafli aðeins sterkt hint í þá áttina!!!


No comments: