Já þá er helgin búin því miður. Áttum fínan giftingarafmælisdag við hjúin, elduðum voða gott og dreyptum á rauðvíni. Það er nánast orðið fréttnæmt ef að maður fær sér rauðvín hér á landi, eitthvað sem maður gerði fimm daga af sjö í danmörku. En það er jú eilítið annað verðlag á víni þar en hér þar sem það eru bölvaðir hommonistar sem ráða ríkjum hér. Helgin var svo bara framin í rólegheitunum, Idol á föstudagskvöld eins og lög gera ráð fyrir og svo spillit ekki fyrir að ManU tapaði fyrir Úlfunum á laugardag, það var bara alveg bráðgaman að fylgjast með því verður að segjast. Svo er það bara að reyna að vera öflugur í vinnunni í vikunni, slatti sem bíður ennþá og verður að vera klárt fyrir miðjan febrúar sem nálgast óðfluga!!!!!
No comments:
Post a Comment