Tuesday, April 20, 2004

Þá er maður kominn heim aftur frá útlöndum. Viða áttum alveg frábæra helgi saman hjónin í Kaupmannahöfn og það má lesa nánar um það á "Helgarferð til Köben". Höfðum það í raun alveg skuggalega gott, ferðin hefði bara þurft að vera aðeins lengri. Ástþór Örn var með afa sínum og Ömmu í sveitinni fyrir vestan og það væsti ekki um hann þar, hann var samt svoltið að vakna í gærkvöldi að athuga hvort allir væru ekki á sínum stað, hvort menn væru nokkuð stungnir af aftur!!! Annars þá eru þau atriði sem koma til með að standa uppúr í minningunni eftir þessa ferð, var gönguferðin í Lyngby, hún var mjög skemmtileg, gaman líka að hitta Hans Ole aftur, svo var það ferðin á Era Ora, ítalska veitingastaðinn. Þessi staður er hreint ótrúlegur, eins og Svanka segir á síðunnir "Helgarferð til Köben" þá er engin matseðill í gangi, það er menn geta ekki valið um neitt, bara einn matseðill og sá ekki slæmur. Hef bara aldrei held ég borðað eins góðan mat og þarna, þetta var alveg himneskt. Maður fékk ekki brauðkörfu þarna, neib þarna var ungur drengur sem hafi þann starfa að fylla á sódavatnsglös og færa manni brauð þegar maður var búinn með það sem var á diskinum manns, sem sagt brauðdrengur! En það var samt voða gaman að koma aftur heim og hitta Ástþór aftur, næst þá tekur maður hann bara með sér og verður lengur!!!!

No comments: