Jæja við gerðum tilboð í íbúð í gær, í Álfheimum 42. Nettur húmor að Diddi bróðir átti íbúð í sama stigagangi þangað til 1998 að mig minnir og ég bjó í henni í eitt ár. Það komu einhver fjögur tilboð í íbúðina, en fólkið er ekki búið að finna sér aðra íbúð og þarf því rúman afhendingarfrest og við getum veitt það þannig að við erum að vona að við höfum smá "edge" fram yfir hina. En hver veit kanski gengur þetta kanski ekki, eina sem ég veit er að ég væri meira en til í að þurfa ekki að fara að leita og skoða aftur þetta er illa leiðinlegur fasi og tímafrekur. Skrapp í Lúxus í Smáranum í gær með tengdapabba að berja augun drepa Billmund 2. Það er skemmst frá því að segja að hún er bara snilld, í raun fannst mér hún mun betri en fyrri myndin og mæli ég sérstaklega með því að fólk drífi sig hið fyrsta í bíó og sjái gripinn.
Update (upp dagsetning):
Tilboðinu okkar var hafnað og einhver tussuböllur í útlöndum sem kemur ekki heim fyrr en 1. Des og er frændi þeirra í þokkabót fékk íbúðina. Mín spurning er sú, var það ekki ljóst að þessi frændi ætlaði að bjóða í þetta og mátti þá ekki sleppa þessu ferli öllu saman og selja mannfjandanum íbúðina beint!! Spurning um að fara niðureftir og skíta í stigagangin hjá þessu liði!!! (Eða ekki :-))
No comments:
Post a Comment