Sunday, January 30, 2005
Hvað er í gangi
Hvað er nú í gangi, var í vinnuni í eina 6 tíma í gær og er í vinnunni í dag. Þetta er náttúrulega bull, hvað er að verða um þessi prinsip um að vinna ekki um helgar?? Ástæðan er tvíþætt, jólavísa og verkefnastaða í botni. Jamm maður neyðist því til að játa sig sigraðan og sitja hérna, hlusta á Kings of Leon og drullast áfram með verkefnastaflann. Annars þá var mér rúllað upp í Scrabble í gærkveldi af eiginkonunni, ég var með einhver 280 stig en Svanhildur fann sig knúinn til að komast langleiðina upp í stigin fjögurhundruð. Var það fallega gert af henni?? Nei! Vona að ykkar helgi hafi verið meira frí en mín, sem að öðru leiti en vinnulega hefur verið fín!
No comments:
Post a Comment