Monday, January 03, 2005
Nú árið er liðið!
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Nema maður eigi tímavél, og jafnvel þá er ólíklegt að maður komi aftur til ársins 2004, líklegra væri að maður færi til meira spennandi tíma en 2004. Já ég kveð árið 2004 ekki með söknuð í augum og slátur í vömb, þetta ár var mikið streð og álag og ágætt að það er liðið. Hinsvegar fagna ég árinu 2005 sem nýju ári þar sem það er tiltölulega lítið notað. Þetta árið kemur maður til með að eiga full sumarfrí og alles, já það er þegar allt kemur til alls litlu hlutirnir sem skipta máli. Annars erum við búin að eiga fín jól og áramót hjónin og sonurinn, vorum fyrir vestann um áramótin. Komumst á snjósleða í -12°C gaddi og allt klárt. Hvað vill maður hafa það betra? (kanski -3°C). En nú er alvarleiki hversdagsleikanns tekinn við á nýjan leik á nýju ári. Það eru háalvarlegar fréttir og ekki góðar. Það er einfaldlega ekki að gera sig að vera að vinna þetta svona rétt eftir jól, nei jólafríið ætti að vera amk mánuður eins og það var í VMA í gamladaga, það vöru alvöru jólafrí, vantaði einhverja 4 daga yfirleitt í fullann mánuð. En ekki orð um það meir, ætla að láta það eftir mér að dvelja í hugarheimi um stund og hugsa um liðnar jólafrísstundir, ekki síst þær sem áttu sér stað undir dúnsænginni með þegar bókin var kominn á hvolf á gólfið!
No comments:
Post a Comment