Tuesday, March 29, 2005
Páskarnir búnir
Já þá eru páskarnir búnir og mættu þeir hafa verið mun lengri mín vegna. VIð skruppum vestur á nes og höfðum það alveg ótrúlega gott þar. Þar var góður matur snæddur í kílóavís og kannski fullmikið rauðvín og gin drukkið og slappað af í sveitinni þess á milli. Veðrið var alveg frábært og allt eins og best verður á kosið. Græjuðum 600L fiskikar og breyttum í heitan pott, hann var stundaður grimmt á kvöldin, setið þar ekki undir tveimur tímum á kvöldin þannig að vöðvabólgan hefur sjaldan verið betri. En öllu góðu verður að ljúka og því er maður mættur hérna í vinnuna aftur!!!
Ps. Eins og glöggir lesendur hafa efalaust tekið eftir eru tvöfaldar Comment línur núna í gangi, þetta er sökum þess að ég er að prófa blogger commenta kerfið þannig að ef einhver vildi vera svo vænn að skella komment á þetta nýja væri það vel þegið!!
2 comments:
Frábært með heita pottinn ... enn frekari ástæða til að heimsækja Dalsbúa í sumar!
p.s. Þó margt ljótt megi segja um okkar gamla kommentakerfi, enetation, þá er þetta nýja ekkert spes ... voða flókið eitthvað! Já og engir kallar :o(
Jamm þar er ég sammála, ar að vona að þetta væri eitthvða hraðvirkara en hitt en það virðist ekki vera raunin. Þetta ætlaði aldrei að keira sig upp!!
Post a Comment