Monday, April 04, 2005
Helgin fína!
Já það er langt síðan að við höfum átt svona notarlega helgi fjölskildan! Enginn í vinnu enginn að læra og enginn veikur þessa helgi!! Fórum í fermingu hjá henni Hildi Valdísi frænku minni og var það hið glæsilegasta mál, vel á borð borið og þaðan fór maður saddur og sæll! Mamma og pabbi kíktu í hrygg á föstudagskvöldið og var það mjög gaman að fá þau aðeins í rólegheitunum. Sunnudagurinn var svo tekinn með trukki og dýfu, byrjað að fara niður í Langagerði að athuga með hundana sem voru húsbóndalausir um helgina þar sem eigendurnir voru í eyjunum í fermingu. Þaðan var svo haldið í laugardaginn að gefa öndum og gæsum brauð, það þótti litlum manni ekki afleitt, svo var farið að græja þennan líka fína snjókarl heima við sem var orðin hauslaus seinni partinn í gær og einhver rústaði restinni af honum svo í gærkveldi. Svo bakaði Svanhildur súkkulaðiköku og henni var skolað niður með kakói og allt klárt! Sem sé fín helgi og vonandi verða fleiri svona á næstunni!!
No comments:
Post a Comment