Friday, April 15, 2005
Helgin í vændum
Já fínn dagur í gær. Keypti Entrecote steikur í gallerí kjöt og eldaði það með bökuðum kartöflum, og rauðvínssósu og einhverri gommu af meðlæti. Svanhildur bjó til Panacota sem er í geypilegu uppáhaldi hjá mér. Já svelgdum þessu niður með rauðri og allt klárt. Já maður ætti að eiga afmæli sem oftast. Svanka gaf mér þessi fínu fötin í afmælisgjöf og var ekki vanþörf á þar sem skápurinn hefur ekki gengið í nýja lífdaga síðust árin og er að verða ansi lúðalegur miðað við staðla nútímans. Nýji diskurinn hans Nick Cave kominn í hús í tilefni dagsins og er það þrefaldur diskur með B-lögum og allskonar gríni. Já svo ætla tengdaforeldrarni að gefa okkur Svanhildi saman (hún á afmæli 27) grill til að skella á svalirnar! Þá myndi ég nú segja að allt væri að verða klárt! En stefna er sett á enga helgarvinnu þessa helgina og er það vel. Megið þið njóta góðrar helgar. Já og í framhjáhlaupi má benda á það að mamma og pabbi eiga gullbrúðkaup á morgunn!!! Þetta er náttúrulega kolruglað fólk :-)
No comments:
Post a Comment