Thursday, June 02, 2005
Annir og appelsínur
Jamm það er nóg að gera þessa dagana það er víst ábyggilegt. Var mættur hér klukkan 7:30 í morgun og er enn og ekki á leiðinni heim!! Þetta endara bara á einn veg, almenn sturlun og vanviska!! Það er nú gott að þau málefni eru eitthvað sem ég er á heimavelli með!!! :-) Jamm kaldasti maí síðan 1993 liðinn og er það vel, kann því illa að vera að setja kulda met það má gerast nyrst í Kanada eða á Grænlandi en ekki í Reykjavík. Svo er það spurning um að fara í búðina á eftir og fá mér smá steik á grillið svona fyrst ég er einn heima, ekki skemmir það fyrir heldur að ég á enn nokkur gæsaegg sem að Diddi bróðir var svo vænn að færa mér þegar hann kom að norðan um daginn, tel þau vera ættuð frá Jóhanni stórbónda á Gautlöndum!! Djöfull eru gæsa og andaegg góð!! Í raun ætti að banna hænur og borða bara andaegg í staðinn!! Þætti gaman að sjá hvernig KFC færi þá að því að tefja mann!!!
No comments:
Post a Comment