Þá er það enn einn sunnudagurinn í þessari hita svælu. Hélt að maður gæti ekki fengið nóg að sól og hita en það er víst rangt. Eftir nokkrar svefnlausar svita nætur fer manni að leiðast þófið. Sá á kommenta glugganum að stórvinur minn hann Jón Viðar Baldursson er búinn að verja lokaverkefni sitt í Odense með sóma. Það ætti að þýða að piltur er orðinn rafmagnstæknifræðingur. Til lukku með það Viðar. Verð að segja að ég öfunda hann nú frekar mikið að vera búinn með þetta, svona í ljósi þess að ég á tæpa tvo mánuði eftir að mínu, en það er fljótt að líða svo sem. Enn eins og ég hef alltaf sagt: Jón Viðar að sér upplýsingum! hehe. Fengum fína helgarheimsókn núna, tengdaforeldrarnir eru í heimsókn og er það vel. Fórum í bæinn í fyrradag og komum svo heim og röltum um Birkerød þar til við fundum markað einn mikinn sem við vorum að leita að. Þarna voru fornsölu básar, leiktæki, matsölutjald með lifandi músík (alveg skelfilegri nauðgun á tónlist). Þetta var allt hin mesta skemmtun. En svo taka skóla leiðindinn við á morgunn, enginn gleði með það!
No comments:
Post a Comment