Tuesday, June 10, 2003

Kominn aftur í skólann, tóm gleði. Fullt af fólki að skrifa í dag, þessir danir hafa ekki vit á að fara í sumarfrí frekar en öðru. Loksins í gær var hitinn á milli 13-17°C, kvöldsólinn reyndi nú samt að hita upp litla húsið okkar fyrir nóttina en tókst ekki svo vel að þessu sinni. Loksins fór maður ekki sveittur að sofa, það voru bæði jól og páskar skal ég segja ykkur. Núna þarf ég að fara að skrifa hraðar, tæpir tveir mánuðir til stefnu og ég á enn eftir að fá dót til að gera mælingar og svo vinna úr þeim þannig að maður verður að fara að halda rétt á spöðunum (eða tíglunum fyrir þá sem eru meira fyrir rautt). En ég er svo sem ekkert orðinn stressaður þannig lagað, verða að fara að reyna að stressa mig aðeins svo að það komi einhver gangur í þetta hjá mér. Íslenska aðferðin er alltaf best, safana öllu saman þar til einginn tími er eftir til að vinna þetta og græja þetta þá á nokkrum dögum. Fá sér svo bara kalt staup af íslensku og skála fyrir sjálfum sér :-) Annars þá komu tengdaforeldrar mínir færandi hendi. Höfðu meðferðis flösku af íslensku brennivíni, sem er búið að geyma á sérvöldum eikartunnum í fleiri ár. Þetta er eitthvað sem er bara til í takmörkuðu upplagi og ég ætla að bjóða upp á slíkt að mastersvörn lokinni. Styttist óðfluga!


No comments: