Þá er helginni að ljúka. Próffin minn vill að ég fari að vinna svoltið hraðar, líst ekki á tímamörkin svo nú er bara að spýta í lófana og vera duglegur það sem efir er. Það er jú 1 og hálfur mánuðr eftir af þessu gríni mínu. Svo eru þau gömlu að koma í heimsókn á eftir verða fram á miðvikudag. Maður kemur sjálfsagt ekki miklu í verk á þeim tíma. Annars þá fórum við fjölskildan í þetta ljómandi fína grillboð hjá mæðragrúppunni sem Svanhildur er í. Vorum í voða stóru og fínu húsi með almögnuðum garði. Reyndar sýnist allt stórt þegar maður býr í 40m2. Þetta var bara mjög gaman, steikur étnar og rauðvín sötrað (ananasgos fyrir brjóstfæðandi móður þó) allt eins og það á að vera. Fyndið að geta setið heila kvöldstund innan um dani og tekið þátt í umræðum maður hefði ekki skilið skít í fyrra hefði maður lent í slíkum aðstæðum. En svona breytist nú umgjörðin hjá manni.
No comments:
Post a Comment