Ný vika enn á ný. Spurning um að hafa vikurnar helmingi lengri og þar af leiðandi helgarnar líka. Þá væru bara 26 vikur í árinu. Spurning um að bylta núverandi vikukerfi. Sit uppi í skóla og er að fara á mis við sól og hita sitjandi í sagganum í DTU. Fékk reyndar fína heimsókn áðan, Svanhildur og Ástþór Örn ofurhetja komu í heimsókn með Cola og bakarísdót. Það var vel. Ómögulegt að sjá ekki stubbinn svo að tímunum skiptir þegar maður er hérna uppfrá og einnig fínt að fá úr bakaríi. Búinn að vera þvílíkur hiti undanfarið að það hálfa væri sennilega aðeins of lítið. Kvöldsólin bylur á gluggunum hjá okkur og ekki nokkur leið að liggja með sæng ofan á sér, tala ekki um íslenska dúnsægn 210cm langa. Þetta er í mesta lagi fyrir týpíska íslenska aría (utan blárra augna og hvítt hárs (enda er það uppskrift af Svíum). Annars væri þetta alveg ideal ef glugginn okkar snéri ekki í vestur. Tómatatréð mitt er samt mjög kátt með þetta, farnir að koma Cherry tómatar á það :-)
No comments:
Post a Comment