Sunday, June 01, 2003

Sól sól og sumar og allir kátir í góða veðrinu. Búinn að taka mér langa helgi og er það vel. Búið að vera um og yfir 18°C síðastliðnar vikur allt eins og það á aðvera. Fór í gær í Elgiganten og keypti borð viftu, reyna að hræra aðeins í lofitnu hérna. Keypti í leiðinni þráðlaust optical multimedia lyklaborð og mús frá Microsoft, hinn eigulegasta grip. Gamla lyklaborðið var farið í hass en músinn var góð (internet explorer optical) en það er varla hægt að kaupa alvöru lyklaborð nema því fylgi mús. Þetta er reyndar almögnuð mús, mun léttari í yfirferð en vantar hliðartakkana frá expolrernum. En nóg um kosti og galla, hitt málið var þegar ég ætlaði að fara að tengja draslið þá bara virkaði þetta ekki. Það var N.B. driverinn sem ekki virkaði, gat ekki afpakkað sér í tempið og þar af leiðandi ekki keyrt inn driverinn. Þurfti að fara inn á microsoft/keyboard og /mouse til að finna drivera ætlað fyrir USA markað og downloada þeim (22MB) og svo með fjallabaksleiðum kom ég þessu í gang. Nú spyr ég! Ég tel mig ágætan tölvu gúru og reddaði þessu því, en fyrir fólk sem ekki kann mikið hvað á það að gera við 8.þús kr lyklaborð og mús?? Ekki mikið kátína með þig Bill Gates! Ljósi punkturinn í þessu öllu var að pakkinn átti að kosta 749kr danskar (um 8 þús) en ég fékk þetta með borðviftu á 558dkk (um 6 þús). Veit ekki hvort kassastelpan gerði mistök eða hvort þetta var á tilboði og rangt merkt í hillu, mér er eiginlega bara alveg sama, fínt að græða aðeins á þessum dana djöfum :-)



No comments: