Thursday, August 21, 2003

Þá er farið að styttast í því. Haraldur konungur er fallin, útlegðinni er lokið. Við farin að pakka niður og ganga frá okkar málum í Danmörku. Á en eftir að semja varnarræðuna, en það ætti ekki að taka langan tíma, svo er pökkunarstand alltaf tímafrekara en ætlað er, þannig að það er gott að byrja í tíma. Flutninga maðurinn kemur svo á þriðjudag og sækir draslið okkar, þannig að við verðum alls laus hér fram á fimmtudag. Vörnin er svo á miðvikudaginn og það ætti að vera um það bil síðast verkið sem eftir verður í þessu guðs volaða landi. Annars er búið að vera alveg ótrúlega mikið af morðum í Danmörku í sumar eða 21 stykki. Mín kennig er sú að danirnir eru loksins að fatta hvað þeir eru leiðinlegur kynstofn og eru byrjaðir að reyna að útrýma sjálfum sér......! Gæti verið, ekki gott að segja.


No comments: