Thursday, August 14, 2003

Jamm jamm þá er ég mættur á nýjan leika og tekinn til við að rita niður ógrundaðar og illa framsettar hugsanir og gerða þær lýðunum ljósar. Er sem sé (C) búinn að skila inn skýrslunni minni og á bara eftir að verja hana. Vörnin fer fram þann 28.08 sem er alltof seint í ljósi þeirrar staðreyndar að Svanhildur á að byrja í skólanum heima þann 1.sept. Höfum verið í fríi núna síðustu daga, farið hér um á Sjálandi (Eyja sem Kaupmannahöfn er á (fyrir fáfróða)). Það er búið að vera alveg magnað. Hitinn aldrei undir 25°C og yfir 30°C. Það er helvíti heitt í rakanum hérna en þar kemur vinur minn Karl bergmann sterkur inn, má vel kæla sig með honum. Annars er ábyggilega dýrt spaug að vera alkohólisti í svona hita, maður getur drukkið þvílíka magnið án þess að finna á sér, nei þá er nú betra að vera róni í kuldanum heima. Svo þarf maður að fara að pakka og græja íbúðina, semja mastersvarnarræðuna og slappa aðeins meira af, þannig að það er nóg að gera. Annars er ekki nema 16°C hiti núna sem er alveg drullukalt, manni varð hálfnapurt í stuttbuxunum í bænum áðan, ekki lent í því í tvo mánuði eða svo. Keypti mér sólgleraugu í gær, með styrk og það er sennilega þessvegna sem sólin er farinn. Eins og þegar Ástþór tengdapabbi keypti sér snjósleðan um árið, þann vetur var ekki einn dagur sem hægt var að vera á snjósleða á Snæfellsnesi. Svona er þetta bara, spurning um að kaupa kuldagalla þegar maður kemur heim!!!!!!
En nóg bull að sinni!


No comments: