Friday, November 21, 2003

Heiruð þá er hinn langþráði föstudagur runninn upp, aldeilis gráupplagður andskoti það. Fórum á smá spilakvöld í gærkvöldi hjá Einari og Guðrúnu og spiluðum Trivial. Það er skemmst frá því að segja að læknirinn og verkfræðingurinn unnun sagnfræðinginn og bókmenntafræðinginn í geysi jafnri rimmu. Engin varð tapsár og allt í góðu :-) Alltaf gaman að bregða sér úr bæ og stunda samskipti við annað fólk, maður mætti gera meira af slíku. Svo er það bara róleg helgi framundan, Svanka í próflestri og ég að passa Astorio, það verður gaman maður hefur verið að vinna svo mikið þessa viku og þá séð hann svo lítið, þar að auki verið að heiman þrjú af síðustu fjörum kvöldum. Megið þið eiga góða helgi gott fólk, skál í boðinu!


No comments: