Þá er byrjuð ný vinnuvika sem er hið besta mál. Helgin fór að mestu í afslappelsi hjá mér, var voða fínt matarboð heima á laugardaginn, þannig að smá þreytu gætti á sunnudag :-). Svanhildur var að læra fyrir próf þannig að við Ástþór vorum bara að leika. Svo er allt orðið hvítt úti núna, veturinn að ganga í garð, þannig að það er spurning um að skreppa á eftir og kaupa sér nagladekk á vagninn.
Update:
Búinn að kaupa mér dekk, fékk mér þessi fínu Michellin dekk með nöglum sem slitna með auknu dekkja sliti (til að þeir standi ekki lengst út úr gauðslitnum dekkjum og spýtist í burtu). Þetta er líka góður 50þús komið undir, engin sérstök gleði með það verður að segjast en þetta dugar vonandi næstu þrjú árin og þá er þetta allt í góðu. Hendi hvort sem er vagninum í Toyotu eftir þrjú ár og vonandi fæ ég mér bíl með stærri dekkjum en 15" eftir þann tíma :-)
No comments:
Post a Comment