Vikan að verða hálfnuð alveg magnð hvað þetta flýgur áfram. Alveg frábær leikur í meistaradeildinni í gær, mínir menn burstuðu Inter Mílan og eiga núna fínan séns á að komast áfram í keppninni. Var búið að afskrifa þá fyrir tveimur leikjum síðan en svona er þetta stundum í boltanum. Svo er bara kominn hörku vetur (-6° í Reykjavík er kalt). Snjór og frost, hið albesta mál, allt betra en þetta helv... slabb sem er búið að vera undanfarinn ár. Snjór og rigning til skiptis og allt á floti, þá er bara betra að hafa almennilegann vetur og gott sumar og vera ekkert að hræra þessu saman. Verð nú samt að viðurkenna að þetta er einn af þeim dögum sem ég væri alveg til í að liggja bara uppi í rúmi og horfa á góða mynd í staðinn fyrir að vera í vinnunni. Einhver sem kannast við tilfinningunna??
No comments:
Post a Comment