Alveg magnaður fjári hvað þessar vikur líða hratt, eða eins og Stebbi Hill orðaði það í laginu um árið "tíminn fljúga fljótt". Þess má til gamans geta þess þar sem Stebbi hefur unnið textagerðaverðlaun oftar en flesti íslenskir popparar ef mér skjátlast ekki, að það að nota orðsamsetningu eins og fljúga fljótt í enda línu (f-f) er stílbrjótur á íslenskum kveðskaparreglum. Þar sem Stebbi heldur að hann sé skáld og hefur reynt að fylgja reglum skáldasamfélagssin þá er þetta ljóður á hann bragarháttum og er þetta því miður ekki einangrað tilvik sem ég vitna í hér. Hinsvegar þá seldi ég Stebba síma sem hann notar í svefnherberginu sínu þegar ég var að vinna í Elko. Síminn þurfti að vera með takka sem hægt er að smella til hliðar til að slökkva á honum svo Stebbi gæti slökt á honum og hent honum í rúmið án þess að þurfa að vera með áhyggjur af því að síminn væri ekki á. Ég myndi segja að svona gripur væri nauðsynlegur í svefnherbergi allra íslenskra stórstjarna.
No comments:
Post a Comment