Friday, December 19, 2003

Þá er vinnuvikann að enda og er það vel, það er alltaf vel. Svo er það frekar stutt vinnuvika næsta vikan, ekki nema tveir dagar, maður ætti alveg að kljúfa það :-) Það ættu svo að vera stóru Brands jól alltaf og í raun ætti að fella út þessa tvo daga sem maður þarf að vinna milli jóla og nýárs, tekur því varla að vera að vinna þetta. Ég er persónulega mjög hlyntur menntaskólakerfinu þegar menn fengu hálfan til næstum heilan mánuð í jólafrí. Í mínu menntaskóla var maður búinn í prófum á bilinu 15-20 des og byrjaði ekki aftur fyrr en 11-12 janúar, þannig á þetta að vera og enganveginn öðruvísi, það er nú bara þannig. Við hjúin erum svo að verða búin að kaupa flestar jólagjafirnar, ég á bara eftir að finna eitthvað fínt handa Svanhildi, spurning um að rölta í bæinn á laugardaginn og finna eitthvað handa stelpunni. En þá er það spurning dagsins: Hvað finnst ykkur um það að Michael Jackson hafi gerst múslimi eftri þessar kynferðisásakanir, hvað er með það. "Michael varstu eitthvað að taka í krakkana"? "Nei ef þú þegir ekki þá gerist ég bara múslimur". Hann er ekki alveg að gera sig blessaður karlinn. Mér þykir fyrir því Björn en hetjan þín er annað hvort með haustin ofhertan eða vanhertan á herðunum.


No comments: