Þá er það síðari vinnudagurinn í þessu milli fría ástandi. Ég var svo ótrúlega sniðugur í gær að mæta klukkan sjö og vinna til sex í gær þannig að þar sem ég mætti klukkan sjö í morgun þá þarf ég bara að vinna til tólf í dag. Stefnan er svo tekin á það að bruna vestur á land eftir vinnu hjá mér, það verður þó að fara eftri vindi og veðrum hvort lagt verður í hann. Maður er ekki alveg til í að fara í vetraferðalag á lítilli Toyotu með barn í bíl. Magnað hvað það snjóaði í gær, þegar ég mætti í vinnuna var ekki korn á jörðu og ég lagði bílnum uppi við vegg, við hliðina á gám og um hádegi var hann fenntur inni, var í smá tíma að losa hann og koma honum á meira bersvæði. Svona á þetta að vera, smá snjór og björgunarsveitir úti um allan bæ að hjálpa fólki sem ætti að vera í strætu á svona dögum. Fín auglýsing fyrir björgunarsveitirnar svona rétt fyrir flugeldasöluna, gat ekki komið á betri tíma.
No comments:
Post a Comment