Monday, January 05, 2004

Þá árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka orti skáldið um árið. Búið að vera æði viðburðarríkt ár að minni hálfu. Útskrifaðist með masterinn minn, gifti mig tvisvar, eignaðist barn, flutti á milli landa, byrjaði nýja vinnu, sem sagt nóg að gera á liðnu ári og útséð með að ég kem ekki til með að toppa það í bráð. Núna er svo bara að bíða eftir páskafríinu og þá er orðið æði stutt í sumarfríið!!!!!! En hvaða spaug var þetta áramótaskaup??? Spurning um að hafa almenna aftöku á Ágústi niður á Lækjatorgi fyrir þetta skaup. Þetta var ógeðslegt helvíti þetta skaup, held að ég hafi brosað þrisvar, aldrei hlegið en brosað þrisvar. Það er ekki mjög á mælikvarða skaupanna. Sem dæmi má nefna þegar að Bubbi var spurður í Idol hvernig skaupið hafi verið og hann var eitthvað að dissa það þá klappaði allur salurinn, ergo engum líkaði þetta skaup. Þó gæti það verið að fólkinu sem líkaði ekki við Lord Of The Rings hafi gaman að þessu maður veit ekki alveg hvernig smekkur þess er að virka. En annars er þetta búið að vera hið albesta frí og synd að því sé nú lokið það verður að segjast. Var þetta fína sleðafæri á Snæfellsnesinu um áramótin og var það tækifæri nýtt til fullnustu og sleðanum þeitt um allar jarðir alveg eins og það á að vera!


No comments: