Þá er síðasti vinnudagurinn fyrir jól á veg kominn. Græt það ekki í raun, verður að segjast. Vonandi að næstu fimm dagar verði notalegir, sé svo sem ekki af hverju það ætti ekki að gerast þar sem það eru jú jólin. Á enn eftir að skreppa í búð og kippa upp smá pakka, það ætti ekki að taka langa stund, annars er allt þetta gjafa stand klárt meira og minna á mínu heimili. Maður mætir svo galvaskur í tiltekt að vinnu lokinni í dag, ekki þíðir að fara í jólakött hreingerningarinnar. Hef reyndar ekki fengið mér neina flík fyrir jólinn þannig að ég fer í þennan hefðbundna jólakött og þá má jafnvel spyrja, getur hreingerningarkötturinn bætt einvherju við sem jólakötturinn ekki gerir. Því er það spurning um að taka ekki til þar sem engin er ný flíkin. Nei annars maður verður nú að hafa hreint og fínt um jólin það er eiginlega alger skilda. Ef ég nenni ekki að skrifa á morgun þá segi ég gleðileg jól öll sömun!
No comments:
Post a Comment