Monday, December 22, 2003

Þá er byrjun einhver stysta vinnuvika ársins. Mættu í raun allar vinnuvikur vera tveir dagar, það væri í raun alveg gráupplagt. Átti hina ágætustu helgi, vorum þrjú heima, ég Svanka og Ástþór Örn og í raun fjögur með henni Pílu sem við vorum að passa. (Labrador tík tengdaforeldra minna). Skrapp svo í bíó í gær, fór að sjá Matrix Revolution. Jamm. Ég verð að segja að fyrsta myndin í seríunni var alger snilld, ALGER. Svo kom mynd númer tvö, var löng og ekkert meira en lala og eiginlega hálfgert flopp. Svo fór ég í tíubíó í gær og myndin er 129mín. Það er í raun skemmst frá því að segja að ég leitaði að fjarstýringunni stóra hluta af myndinni til að reyna að hraðspóla yfir atriði. Fann helv. fjarstýringuna ekki því er nú ver og miður. Myndin í heild er frekar döpur og hefði geta verið mun styttri. Það verður þó að telja henni það til tekna að mörg atriði í henni voru þrælskemmtileg og maður hélt alltaf að myndin væri að ná sér á flug þá en þeim tókst alltaf að drepa hana niður inn á milli með einhverjum leiðindum. Dómur: Verður að sjást í bíó algert möst, ef það er ekki gert mun maður éta einn hatt og þrjár derhúfur meðan að á áhorfi stendur. Stjörnur: tvær af fimm og ekki orð um það meir.
Annað: Þegar ég var á heimleið í gærkvöldi klukkan 12:30 var bara hörkuvetur, snjór, skafrenningur og gaman gaman, kyngdi alveg niður snjónum. Ég var því farinn að hlakka til að keyra í vinnuna í morgunn, loksins séns á smá aksjón en þá var allur snjórinn orðin blautur og búið að skafa götur. Hvað er með það, ég veit að Reykvíkingar eru frægir fyrir það að kunna ekki að aka í snjó en það er nú alveg óþarfi að skeina göturnar fyrir þá, þetta er sennilega ástæða þess að allir sem að vetlingum geta valdið fá sér jeppa og bruna upp á jökla. Ég svoleiðis í framtíðinni!


No comments: