Nú er það officialt, vikan er í handbremsu. Ég lenti í timburmönnum á sunnudaginn síðasta þannig að ég fór inn í þessa vinnuviku frekar þreyttur og það er greinilega ekki að gera sig. Ég er búinn að vera að sofna alla vikuna og enn eru þrír dagar í það að maður geti sofið smá. Jamm þetta er stundum svona og þorrablót í vinnunni á föstudaginn. Ég hreinlega nenni ekki að taka aðra helgi í timburmenn þannig að maður verður að fara varlega í ölið. Á sínum yngri hefði maður nú ekki verið í vandræðum með þetta en ég er jú að verða þrítugur þannig að það breytir greinilega einhverju!!!! Svo keypti Arsenal sinn dýrasta leikmann í gær. Mjög fínt að fá góðan leiknmann svo sem en ekki fyrir þessa peninga upphæð, frekar að veðja á ungu strákana sem eru að koma upp og kosta ekkert en að taka þátt í svona ManU leik. Wenger hefur ekki látið draga sig inn í svona fíflagang fyrr þannig að þetta eru smá vonbrigðið, í það minnsta þar til kauði fer að skora grimmt!!!!
No comments:
Post a Comment