Vá hvað þessi vika ætlar að líða hægt. Mér finnst vera kominn fimmtudagur en það er bara þriðjudagur, hvílík vonbrigði það er. Var allt of lengi í vinnunni í gær og fór svo í bíó strax eftir vinnu þannig að ég náði ekki einu sinni að hitta Ástþór Örn í gær, það er íkt fúllt að hitta ekki á pilt enda get ég ekki beðið eftir því að komast heim núna. Fór í lúxus salin í Smárabíó með Didda og Sigyn í gær að sjá Return of the King. Þessi salur er náttúrulega snilld það verður ekki af honum tekið. Myndin er vel á fjórða tíma í sýningu þannig að það var ágætt að sitja í lazyboy með skemil undir fótum og láta fara vel um sig á meðan að á sýningu stóð. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að myndin er alveg stórgóð eins og við var að búast enda fékk hún Golden Glob verðlaunin að mér skilst. Enn ein sönnun þess að andstæðingar LOTR myndanna hafa alrangt fyrir sér, en það var nú svo sem vitað öllum sem að vita vildu að sú væri staðan.
No comments:
Post a Comment