Tuesday, March 09, 2004

Alveg magnað, ég fór á fund í gær og hef verið glaður síðan. Það var ákveðið að seinka skilju útboðinu mínu aðeins og hafa það klárt um miðjan apríl og hafa það mun stærra í staðinn. Hugmyndin er að taka inn fleiri hluti í verkið þannig að þetta verður tölverð vinna en ég ekki á "deadline" lengur. Gleðin taumlaus. Það eru nýjar evrópureglur sem ekki er búið að fara í gegnum og við þurfum að fara á námskeið til að fá botn í og það námskeið verður ekki fyrr en í lok mars í fyrsta lagi þannig að öllu seinkar. Annars þá er Svanhildur enn lasin, með einhvern hita, vona að það fari að lagast. Ástþór Örn í miklum gír, farinn að hoppa og allan pakkann en ég er búinn að loka öllum skúffum og skápum á hæðinni með einhverju öryggis dóti þannig að núna þarf maður bara að tína upp geisladiska á kvöldin. Annars þá verð ég að segja að þetta veður er um það bil að fara í skapið á mér, meira ógeðið. Labbaði um í Hagkaup í gær á dönskum dögum, mér leið eins og ég væri kominn heim, bara danskar vörur í borðinu, Tulip lifrarkæfa og Faxe Kondi gos!!!!!!!!!!! Keypti mér kassa af því og spurning um að kaupa annan áður en þetta klárast.


No comments: