Síðasti dagur vikunnar (það er vinnuvikunnar) er runnin upp og er það alveg ótrúlega vel. Svona almennt er ég ekki að nenna að vera í vinnunni þessa dag, eftir svona törn eins og ég var búinn að vera í þá nennir maður ekki alveg að halda áfram á fullum afköstum. En svona er lífið og ekki þíðir að gráta Björn bóna (og enn síður Björn Böðvars!!). Maður heldur enn í vonina að veðrið fari nú aðeins að lægja svo að maður geti skroppið með guttann út á róló um helgina, það er bara ekki alveg að gera sig þetta rignin/rok veður þessa dagana það verður að segjast. En sannast sagna þá er mikil tilhlökkun fyrir helgarfríið, er búinn að vera að vinna og vera með vinnuna á bakinu undanfarnar helgar en þessa helgi verður vinnan skilin eftir á Laugarvegi 178 það er bara þannig og enganvegin öðruvísi!!!
No comments:
Post a Comment