Wednesday, April 14, 2004

Þá er stundin runnin upp, Ziggy er formlega orðinn gamalmenni. Árin orðin að þremur tugum en skemmtilegra mun það þó verið hafa er þau fylltu tugi tvo. Meira að hlakka til þá en núna. Núna setur samfélagið mér þær skorður að ég eigi að fara að hegða mér eins og fullorðinn maður, hlusta á RUV og hafa hegðun almennt til fyrirmyndar öðrum til eftirbreitni og er þar skýrskotað til ungdóms lands vors. Við þrítugt breitist maður sem sé í Elías fyrirmynd barna í góðum siðum. Málið er hinsvega það að ég mun fresta því um einn tug að stilla á RUV klukkan 7 á morgnanna, en frekar mun ég horfa á það að hafa aðgát í nærveru sálar sem ung er að árum en þó ekki alltaf, nei alls ekki alltaf einhver þarf að kenna þessum krökkum á hið raunverulega líf, nokkur góð blótsyrði og einstaka klámvísur hafa fáa sakað. Því neita ég að láta samfélagið setja mér skorður og randskylirði og festa mig í einhverju fyrirfram ákveðnu hegðunarmynstri, ég mun halda áfram að láta eins og fífl finnist mér það viðeigandi en sína hátterni sæmandi aðalsmanni beri svo undir. Mýmörg dæmi má finna um fólk sem hefur hafnað þessum siðferðisskyldum sínum og er það nærtækasta kanski Björn Óðalsbóndasonur, hann er enn engu nær að verða fullorðinn, og þó svo að hvítu buxurnar séu sennilega ekki lengur til að tala um hefur hann sýnt lítil merki þess að samfélagið hafi bugað hann!!! Sitt sýnist hverjum um þessi efni en staðreindin er eftir sem áður sú að maður hefur náð að "cash inn" einu ári enn og er það vel stefnan er svo að halda því áfram um sinn. Old man Ziggy signing out!!!!!!!!!!

Hvað hefur gerst á þessum degi og hverjir hafa fæðst????
http://www.olywa.net/blame/cal/0414.htm
http://www.electricscotland.com/history/today/0414.htm
http://www.todayinhistory.com/

No comments: