Thursday, April 15, 2004

Jæaja þá er afmælisdeginum lokið. 30 ára plús einn dagur and counting!!!! Var frekar findinn afmælisdaguri í gær, var mættur í vinnuna klukkan 7 og fór héðan eftir 18 í gær, ekki mikil tilbreyting í því :-) Svanhildur pikkaði mig svo upp og við rúlluðum niður á Austurlanda hraðlestina (takeaway frá Austur India fjelaginu) og kipptum um réttum fyrir heimilisfólkið sem svo var svolgrað niður með einni rauðri. Þetta er alveg magnaður matur hjá þeim verð ég að segja, svo sem dýrt takeaway 1500 kr á mann, en samanborðið við ómerkilega pizzu er þetta ekki svo dýrt svona til hátíðarbrigða og margfallt er þetta jú betra. Svo fór Svanhildur aftur upp í tölvu en hún er í heimaprófi núna sem hún þarf að skila fyrir klukkan 4 í dag og sat hún fram undir klukkan 12 og þá var ég náttúrulega löngu sofnaður. Diddi kíkti svo aðeins inn í gær, hann er á leiðinni til Prag með Sigyn og eru þau sennilega á vellinum núna eða vélinni þannig að þetta verður fín ferða helgi hjá okkur bræðrunum. Fékk svo nokkrar hringingar eins og lög gera ráð fyrir. Svo er það náttúrulega gítarinn sem Svanka og Ástþór Örn ætla að gefa mér, ætla að fara með þeim og velja einn grip. Svo er það bara að fara og læra að glamra, stefnan er að eftir svona tvö ár verði maður orðin slarkfær glamrari!!!!

No comments: