Tuesday, June 08, 2004
Jæja þá er maður kominn heim frá Englandi sæll og kátur. Þetta var mikil og góð ferð hjá okkur hjónunum, vorum í Sussex sem er sveit sunnan við London. Þetta er staðurinn þar sem allir sem eru einhverjir vilja eiga sumarhús á, og verð á húsunum þarna er ekki undir 40 mills!!! Fólk þarna einfaldlega talar í öðrum stærðum en maður á að venjast en það er vissulega gaman að fá tækifæri til að fá að kíkja inn í þennan heim, allir þekkja alla þessa frægu og hafa marg oft verið með þeim í partýum og þesslags. Ekki það að ég leggi mikið upp úr því að umgangast mér frægari menn, tel það raunar til vansa, en þarna var gaman að þessu, þetta er eitthvað svo surreal! Fórum t.d. á mjög flottan gamlan enskan pöbb en Bryan Ferry á hús rétt við hann og situr oft þar að snæðingi en svo reyndist ekki vera að þessu sinni. En húsin sjálf eru æði (eða kofar = Cottage) flest byggðu um og fyrir 1500 og því vel kominn til ára sinna en mjög kósí í staðinn. Allt í bjálkum og leir inn á milli þeirra. Svaka garðar og gróður og dýralíf allt í hring. Ég átti til dæmis mjög bátt með mig að taka ekki loftriffilin og lóga fashanaparinu sem var alltaf að norpa úti við húsvegg. Eðal fæða það! Svo var það einn dagur í London í restina og það var í raun alveg nóg fyrir mig, lang erfiðasti dagurinn enda um 28°C hiti og ég hafði brunnið daginn áður og varð að vera í peysu!!!
No comments:
Post a Comment