Monday, June 14, 2004
Jæja þá er maður kominn heim frá norðurlandinu. Gerðum fína ferð hjúin, skroppið í mývó í fjölda heimsókna og borgari gripinn í gamlabænum og hlaðborði í Seli um kveldið. Megin parti ferðarinnar var þó varið á Akureyri þar sem ýmislegt var gert sér til dundurs, jólahús skoðað og í leiðinni ís í Vín eins og lög gera ráð fyrir, sjálfsögður gripinn Brynjuís ekki fengið svoleiðis í mörg ár og er það í raun slæmt! Grillpartý á föstudaginn, merkilegt með grillkjöt ég fæ ótrúlega oft hausverk daginn eftir að ég borða grillkjöt, ábyggilega eitthvað í kryddinu!!!! Mamma átti svo afmæli á laugardag og var borðað hjá Affí systur þá um kvöldið. Kom í raun öllu í verk sem ég ætlaði mér nema því að ég náði ekki að kíkja á Björn B sem var miður. Akureyri hafði um margt breist, miðbærinn er orðin gersamlega dauður sem er miður, ekki orðnar nema tvær verslanir í krónunni að hvað þetta heitir, auð húsnæði í götunni og meira að segja Amaró er ekki nema hálfnýtt. Ekki nema bókval og kaffihúsið á móti sem eru að standa sig í götunni eða í fáum orðum miðbærinn er búinn. Þessi nýja "Kringla" við Glerána er heldur ekki alveg að gera sig en kanski skref í áttina. En ég verða að segja það og ég veit að Torfa kemur ekki til með að líka það en það þyrfti að gerast eitthvað alveg mjög sérstakt til að ég myndi svo mikið sem íhuga það að flytja til Akureyrar, þessi bær er bara ekki að höfða til mín, búinn að prófa það í nokkur ár og sjenslaust að fara til baka. Ekki það að Reykjavík er meingallaður fjári það dylst engum sem sjá vill, en samt myndi ég velja hana fram yfir Akureyri sny day of the week! Svo er það bara að fara og skrifa undir kaupskjölinn á íbúðinni okkar á eftir, ekki slæmt að vera með 4 mills inni á reikningunum sínum, mætti vera þannig oftar!!!
No comments:
Post a Comment