Monday, July 12, 2004

Veiði snilld


Eins og sjá má á myndinni var helgin alveg snilld. Skruppum á Snæfellsnesið og þegar þangað var komið frétti ég að það hafði losna stöng í veiðiholli hjá tengdapabba og ég komst því í veiði á laugardagsmorgun. Setti strax í lax og glímdi við hann um stund og var að draga hann á land, var svona tvo metra frá honum við bakkann þegar hann ákvað að nú væri nóg komið og bað mig vel að lifa og kvaddi að sinni! Tengdapabbi fékk svo einn á sama stað skömmu síðar og kom sá á land. Við færðum okkur svo neðar í ána en urðum ekki varir þar en á leiðinni uppefir prufuðum við staðinn þar sem fyrri laxinn fékkst og seti ég þá í annan og að þessu sinni kom hann upp. Var því maríulaxinn minn kominn á land við geypilegan fögnuð minn. Maður þarf svo að bíta af honum uggann eins og lög gera ráð fyrir. Laxin reyndist vera 5 pund og 65cm. Svo skruppum við Svanhildur í sundlaugina í Stykkishólmi og fórum í sund með Ástþór Örn í fyrsta skipti á ævi hans og var það skemmtun hin mesta, nema kappinn tapaði sér þegar það átti að fara í sturtu með einhverju ókunnugu liði. Góður matur snæddur og vín drukkið og svo í gær skruppum við tengdapabbi í langan og fínan reiðtúr í sólinni upp með á og inn á dal. Sem C uppskrift að frábærri helgi!

Ugginn bitinn af maríulaxinum, ótrúlega seigt í þessum uggum!!! Posted by Hello Posted by Hello

No comments: