Vinnupirringsblogg
Jæja þá er komin helgi. Planið hafði verið að taka sér frí í næstu viku og ná þannig tveimur helgum og viku eða níu dögum í frí í beit. En ég þarf að ná að skila drasli af mér sem aðrar verkfræði stofur eru farna að bíða eftir og hann hljóðdeyfilagnir og þennslureikna þær þar sem smiðirnir eru farnir að bíða eftri þeim!!! Því frestast þetta frábæra plan mitt um eina viku, það er að taka sér níu daga frí! Ef að heldur svona áfram í vinnunni fer maður nú að fá ómissandi komplex sem er skelfilegt fyrir bæri og í raun vírus á allt líf utan vinnu. Svoleiðis komplexar leiða til óhóflegrar yfirvinnu og frítímarnir fara í að hvíla sig og safna kröfum fyrir komandi vinnutörn!!! Ef að einhver sér þess merki að ég sé að fara út í svoleiðis fíflagang þá vinsamlegst stöðvið mig!!!
En núna er ég farinn í sveitina!!!
No comments:
Post a Comment