Wednesday, January 26, 2005

Gubbupest



Já síðasti sólahringur er ekki búinn að vera sá ljúfasti sem að um getur í sögu fjölskildunnar í Hlíðarhjallanum!! Neibb vorum komin í bælið rétt fyrir 11 í fyrrakvöld og allt í góðu. Svanhildur fór að kenna sér mein í maga og endaði það með því að hún fékk þessa fínu gubbupest. Svo þegar hún var búinn með það versta byrjaði Ástþór Örn að hósta inn í rúmi og ég fór og tékkaði á honum. Hann var þá búinn að æla smá þannig að ég tók hann yfir í okkar rúm og tók utan af sængurfötum hans. Svo sofnaði hann en vaknaði hálftímanum síðar og ældi yfir allt. Ég reyndi að grípa með lófunum en þeir fylltust fljótt!!! Svona er sem sé að vera með barn með ælupest sem kann ekki enn að æla í fötu þegar því er mál!! Þannig að nóttin fór í að skipta á rúmum og náttfötum og fínt fínt. Ég var svo heima í gær með Sjúklingana þar sem Svanhildur var alveg þræl veik. En núna eru allir komnir á rokk og ról og farnir í sínar vinnur og skóla. Megi verða langt í næstu ælupest og hún helst aldrei koma!!

No comments: