Monday, January 24, 2005
Helgin að baki
Já þá er helgin búin og var hún þetta líka ljómandi fín að þessu sinni. Fórum upp úr 6 á föstudag út úr bænum og skelltum okkur á nesið. Fínt að prufa nýja bílinn í smá "langferð" svona á fyrsta eignardegi :-) Hann kom líka svona ljómadi vel út í ferðinni. Maður opnaði skottið og setti dótið inn og raðaði ekki einusinni gúffaði bara öllu inn og nóg pláss eftir, þumall. Svo munar um lengdina á honum miðað við Corolluna og var hann því mun stöðugri í hálkunni, maður fann ekki fyrir neinu þar. Þar að auki er hann að eyða miklu minna bensíni. Ef að einhver hefði sagt mér fyrir ári eða tveimur eða tíu að ég ætti eftir að eiga Toyotu og vera bara ánægður með hana þá hefði ég bent viðkomandi á að fara í heilascan og í a.m.k þrjú þarmatékk þar sem eitthvað stórkostlegt hlyti að vera að!! En svona er þetta nú. Helgin sjálf var mögnuð líka, snjór yfir öllu og við Tengdapabbi fórum með Ástþór Örn á snjóþotu og snjósleða út um allt. Fínt að renna sér á þotu niður brekkurnar og fá fara á sleðanum upp aftur, ekkert labb :-) Svo fórum ég og Ástþór eldiri í langa sleða ferð í hringum Seljafellið það var ekki mjög leiðinlegt, í logni og stillu og frosti, glampandi sól og fínt fínt. Etið þetta líka eðal lamb að kveldi með carnilone baunum (veit ekki hvernig er skrifað) og fínt fínt. Ólíver litli frændi hans Ástþórs Arnar var þarna líka í heimsókn og voru þeir fínir saman gauranir þó að sá stærri væri nú stundum með smá stæla! Sem sagt fín helgi og ekkert gaman að vera mættur í vinnuna. Svanhildur er svo að skila ritgerðinn í dag og er það vel og óska ég henni innilega til hamingju með það.
No comments:
Post a Comment